ALÞJÓÐLEGI VEGAN DAGURINN

1.nóvember 2020

Maria Nila trúir því sterklega að dýrum eigi að vera haldið aðskilið frá hégóma manna. Þess vegna framleiðum við aðeins vegan vörur þar sem ill meðferð á dýrum fer ekki fram og vegið er upp á móti loftslagsbreytingum. Vörurnar eru þróaðar af efnafræðingum okkar og framleiddar undir sama þaki og verksmiðja okkar í Helsingborg í Svíþjóð – en við stoppum ekki þar.

Árið 2016 hófum við herferð sem kallast #ichoosefriendly.

Árlega á alþjóðlegum degi grænkera, 1. nóvember hefjum við góðgerðardagatal Maria Nila sem kallast The Friendly Year. Þetta þýðir að við veljum ákveðinn málstað sem mun leiða góðgerðarstarf okkar og jákvæðu framtaksverkefni næstu 365 daga. Í gegnum árin höfum við getað stutt og gert breytingar fyrir nashyrninga, fíla, plastmengun, trjáplöntun og margt fleira – þökk sé hollustu samfélags hárgreiðslustofa og viðskiptavina þeirra.

WORLD VEGAN DAY 1 NÓVEMBER 2020

Í dag er yfir 3000 hvölum og höfrungum haldið nauðugum föngnum eða þeir látnir framkvæma listir sínar á sýningum um allan heim. Hvalir sem hafa fæðst í ánauð eiga litla möguleika á að snúa til baka í náttúruleg heimkynni sín í hafinu. Ef þeir fá það tækifæri, þá þurfa þeir á hjálp að halda í þessu nýja umhverfi. Þess vegna eru griðastaðir nauðsynlegir til að hjálpa þeim að venjast nýjum heimkynnum og hjálpa hvölum sem hafa verið í ánauð að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi og veita þeim líf á öruggum og eðlilegri stað.

Dánartíðni mjaldra, háhyrninga og stökkla er hærri þegar þeir eru í ánauð en þegar þeir lifa í villtu umhverfi sínu. Frjálsir mjaldrar geta lifað í allt að 60 ár, en meðallíftími mjaldra sem haldið er föngnum er styttri. Það samræmist ekki sýn Maria Nila að dýr séu hluti af hégómagirnd mannsins, og það er ástæðan fyrir því að hárvörur okkar eru 100% vegan og framleiddar með dýravernd að leiðarljósi. Þrátt fyrir það, þá einskorðast sýn okkar ekki við vörurnar. Það er líka mikilvægt fyrir okkur að láta gott af okkur leiða á annan hátt og stuðla þannig að vinsamlegri veröld.

Í þeim tilgangi að styðja við vernd mjaldra þá tekur Maria Nila þann 1. nóvember höndum saman með The Perfect World Foundation og Sea Life Trust’s Beluga Whale Sanctuary.

Alþjóðlegi vegan dagurinn er hreyfing á heimsvísu þar sem ávinningi veganisma fyrir manninn, dýr og umhverfið er fagnað. Í ár hefur Maria Nila ákveðið að setja mjaldrana í öndvegi. Í samvinnu við reyndan samstarfsaðila okkar, hin öruggu samtök sem stuðla að verndun dýra í náttúrulegu umhverfi sínu, The Perfect World Foundation, munum við styðja við Sea Life Trust’s Beluga Whale Sanctuary, en markmið þeirra er að veita þeim mjöldrum sem hefur verið haldið föngnum örugg og nátturuleg heimkynni. Í dag búa tveir fyrstu íbúarnir á griðastaðnum, tveir kvenkyns mjaldrar, Litla grá og Litla hvít.

Ísland

Griðastaðurinn er í Klettsvík á Heimaey, þar sem möguleiki er á nauðsynlegum og sem eðlilegustu aðstæðum fyrir þessa hvali. Þetta er fyrsti griðastaður sinnar tegundar sem hefur verið gerður til að endurnýja kynni fanginna hvala af sínu náttúrulega umhverfi. Fjörðurinn veitir mjöldrunum nægt svæði til að synda, kanna og kafa djúpt. Hann inniheldur náttúrulegt innrennsli og stöð í landi sem gerir starfsfólki Sea Life Trust kleift að fylgjast með og meta hvalina reglulega.

Litla grá & litla hvít

Þann 7. ágúst árið 2020 tók fyrsta verndarsvæði heimsins fyrir mjaldra vel á móti fyrstu gestunum sínum, Litlu-Grá og Litlu-Hvít. Eftir tæplega 10.000 km ferðalag frá Sjanghæ til Íslands var hvölunum sleppt út í hafið, eftir að hafa verið í sóttkví, og voru þá frjálsir og ekki lengur í haldi.

Sea Life Trust eru alþjóðleg góðgerðarsamtök sem berjast fyrir því að vernda hafið og dýralíf sjávar. Með alþjóðlegum átaksverkefnum og herferðum fræða þau, vekja athygli á og eru með verndarsvæði í hafinu. Mikilvægt starf þeirra felur meðal annars í sér að beita sér fyrir plastlausu hafi og að binda enda á ofnýtingu sjávarlífs. Nýlega hafa þau verið í samstarfi við Whale and Dolphin Conservation (WDC) og stofnað fyrsta verndarsvæðið fyrir mjaldra við Ísland. Markmiðið er að veita hvölum í haldi öruggt og náttúrulegra heimili um leið og þau hjálpa þeim að snúa aftur örugglega til lífs í hafinu. Í ágúst 2020 fluttu fyrstu íbúarnir Litla-Grá og Litla-Hvít út í flóann.

Litle Gray

Litle White

THE FRIENDLY YEARS

Við hjá Maria Nila trúum því eindregið að fegurð eigi að vera skemmtileg, vinaleg og sjálfbær. Þessi gildi er að finna í kjarna okkar og skilgreina allt sem við gerum. Frá árinu 2016 höfum við sameinað samfélag okkar af hársnyrtum, hárgreiðslustofum, fulltrúum og neytendum til að skipta sköpum þegar kemur að framtíðinni. Þegar litið er til baka hefur þetta verið spennandi og tilfinningaríkt ferðalag og við erum stolt af því sem við höfum framkvæmt í sameiningu.

2016 – The Friendly Year fyrir fíla. Við söfnuðum, ásamt hárgreiðslustofum og áhrifavöldum á Norðurlöndum 10.000 € fyrir Elephants Alive til að hjálpa þeim að endurheimta einn mikilvægasta fílastofn Suður-Afríku. (elephantsalive.org)

2017 – The Friendly Year fyrir djöflaskötur. Þökk sé The Perfect World Foundation tengdumst við Manta Trust sem hjálpar til við að vernda djöflaskötur og annað sjávarlíf í Indónesíu. Á árinu studdum við samtökin og mikilvægt starf þeirra með 10.000 €. (mantatrust.org)

2018 – The Friendly Year gegn veiðiþjófnaði. Við söfnuðum rúmlega 20.000 € fyrir samtök gegn veiðiþjófnaði í Suður-Afríku, The Black Mambas og The Bush Babies. Verkið er knúið áfram af konum sem vernda tegundir í útrýmingarhættu á gresjunni meðan þær fræða komandi kynslóðir um mikilvægi dýraverndar. (blackmambas.org)

2019 – The Friendly Year fyrir nashyrninga. Nashyrningurinn er mjög eftirsótt verslunarvara á svörtum markaði og hann persónugerir tegundir sem eru í útrýmingarhættu og hann er í brýnni verndarþörf. Við, ásamt samfélagi okkar, söfnuðum 50.000 € fyrir Care for Wild Sanctuary sem veitir munaðarlausum nashyrningum umönnun og endurhæfingu. (careforwild.co.za)

2020 – 1. nóvember í ár kynnum við með stolti The Friendly Year fyrir mjaldra, en þá munum við gefa ágóða vefverslunnar Maria Nila á marianila.com til verndar hvölunum. Fylgstu með á theperfectworld.com/savethebeluga.

PLAN VIVO

Plan Vivo eru samtök sem hafa umsjón með umhverfis- og sjálfbærniverkefnum um allan heim.

Frá árinu 2017 hefur okkur tekist að planta yfir 140.000 m² skógi í Níkaragva sem hluta af áætlun okkar um loftslagsbætur í samstarfi við Plan Vivo. Þetta er á stærð við 26 knattspyrnuvelli! Þetta væri ekki mögulegt án ómetanlegs stuðnings frá viðskiptavinum okkar um allan heim. Saman getum við valið vinalegri leiðir þegar kemur að því að velja snyrtivörur – og í hvert skipti sem þú kaupir vörur frá Maria Nila fjárfestir þú í að planta nýjum trjám í þessum heimi.

Við erum mjög stolt og ánægð með að halda áfram starfi okkar með Plan Vivo og bændum í Níkaragva.

The Friendly Reader 2020 á íslensku

maria nila Fæst á öllum Maria Nila stofum um land allt