ALÞJÓÐLEGI VEGAN DAGURINN

Við fögnum nýju Friendly Year ári

1.nóvember 2021

Maria Nila trúir því staðfastlega að það eigi að aðskilja dýrin og  hégóma mannfólksins. Því framleiða þeir  eingöngu vegan vörur sem er framleitt án illra meðferðar á dýrum og vega þeir upp á móti kolefnisspori varanna. Vörurnar eru þróaðar af eigin efnafræðingum og allar framleiddar undir sama þaki í verksmiðjunni þeirra i Helsingborg í Svíþjóð.  Þess vegna framleiða þeir aðeins  100% vegan og dýravænar vörur.

Árið 2016 hóf Maria Nila herferð sem kallast #ichoosefriendly. Með þessu átti upphaflega að vera hvatning fyrir fólk að taka jákvæðari ákvarðanir við val á snyrtivörum og leiddi þetta af sér fleiri herferðir, fjáraflanir á hárgreiðslustofum og The Friendly Reader.

Árlega á alþjóðlegum degi grænkera, 1. nóvember hefst nýtt góðgerðarár Maria Nila sem kallast The Friendly Year. Þeir velja þá ákveðinn málstað sem mun leiða góðgerðastarf  og jákvæðu framtaksverkefni næstu 365 daga. Í gegnum árin hafa Maria Nila  getað stutt og stuðlað á  breytingu fyrir málstaði eins og mjaldra, nashyrninga, fíla, plastmengun, trjáplöntun og margt fleira – þökk sé eldmóði hársnyrtisamfélagsins og  viðskiptavinum okkar.

Á árinu 2022 vill Maria Nila beina sjónum þeirra á Amazon frumskóginum og þeim áhrifum sem skógaeyðing hefur haft á villt dýralíf. Á komandi Friendly Year ári mun Maria Nila einbeita sé að því að virkja þeirra samfélag í aðgerðum sem geta skipt sköpum og bætt aðstæður letidýra í Kosta Ríka.

 

LÍTIÐ, MJÚKT OG AFAR HÆGFARA

Þann 1.nóvember á þessu ári erum við stolt að kynna til sögunnar The Friendly Year fyrir letidýr. Sem hægustu dýrin á plánetunni mæta letidýrin ýmsum hindrunum og við mannfólkið völdum sífellt meiri truflunum og inngripi í vistkerfi dýranna, þannig að hæglátur lífsstíll þeirra verður enn örðugri. Eyðing skóglendis og raflost frá óvörðum rafmagnsstrengjum eru tvær helstu ógnirnar af mannavöldum sem letidýr hafa að mæta. Til að hjálpa letidýrum hefur Maria Nila ákveðið að tileinka Friendly Year of 2022 Sloth Institute og verkefni þeirra við að bjarga, endurhæfa og vernda letidýr í Kosta Ríka.

UNGARNIR GORGIE OG GORDITA

Gordita og Gorgie var bjargað sem ungum og þær eru letidýrin sem Maria Nila munu fylgja eftir og hjálpa á árunum 2021 og 2022. Þrítæð letidýr vaxa hraðar en tvítæð letidýr og dvelja vanalega á stofnuninni i um það bil ár, en tvítæði ungar dvelja um tvö ár áður en þeim er sleppt út í náttúruna. Mari Nila mun fylgja eftir ferðalagi þeirra í stofunni og vonandi síðar úti í náttúrunni.

Gorgie er þrítæt letidýr sem var bjargað aðeins nokkra daga gömlu og þjáðist bæði af vannæringu og vökvatapi. Meira að segja sem ungi þá byrjaði endurhæfing Gorgie strax, frá því að fá nákvæmlega þau laufblöð sem hún myndir finna í náttúrunni yfir í að hjálpa henni að byggja upp klifurhæfileikana.

Gordita er tvíætt letidýr og fannst ein og yfirgefin á jörðinni. Þegar hún fannst var hún um tveggja mánaða gömul og var með ljótt sár á vinstri armi út af ígerð út frá blóðmítlabiti. Hún elskar að borða og var gefið þetta nafn vegna þess hvað hún er með mikla matarlyst.

Það gæri veirð að Gorgie verði sleppt í náttúruna á næsta ári og henni verður fylgt eftir til að sjá hvernig henni vegnar í náttúrunni. Gordita mun þurfa meiri tíma í endurhæfingu og í þjálfun og vöxt. Hún mun að öllum líkindum vera hjá The Sloth Institute þar til hún er reiðubúin til að hanga á eigin fótum í náttúrunni.

THE FRIENDLY YEARS

Maria Nila trúir því eindregið að fegurð eigi að vera skemmtileg, vinaleg og sjálfbær. Þessi gildi er að finna í kjarna þeirra og skilgreina allt sem þau gera. Frá árinu 2016 hafa þeir sameinað samfélag þeirra af hársnyrtum, hárgreiðslustofum, fulltrúum og neytendum til að skipta sköpum þegar kemur að framtíðinni. Þegar litið er til baka hefur þetta verið spennandi og tilfinningaríkt ferðalag og við erum stolt af því sem við höfum framkvæmt í sameiningu.

2017 | ELEPHANTS

Maria Nila söfnuðu ásamt hárgreiðslustofum og áhrifavöldum á Norðurlöndum 10.000 € fyrir Elephants Alive til að hjálpa þeim að endurheimta
einn mikilvægasta fílastofn Suður-Afríku.
(elephantsalive.org)

2018 | MANTA RAYS

Þökk sé The Perfect World Foundation hefur Maria Nila byrjað samstarf við Manta Trust sem vinnur að því að verja djöflaskötur og annað sjávarlíf í Indónesíu. Á árinu studdu Maria Nila við samtökin og mikilvægt starf þeirra með 10.000 €.
(mantatrust.org)

2019 | ANTI-POACHING

Maria Nila tókst að safna yfir 20.000 € til að styðja við samtök gegn veiðiþjófnaði, en samtökin eru The Black Mambas og The Bush Babies í Suður – Afríku. Verkið er knúið áfram af konum sem vernda tegundir í útrýmingarhættu á gresjunni og upplýsa komandi kynslóðir um mikilvægi þess að standa vörð um dýralífið á svæðinu.

blackmambas.org

2020 | RHINOS

Nashyrningar eru eftirsótt verslunarvara á svarta markaðnum og eru holdgervingar tegunda í útrýmingarhættu og tegundin er mikil í neyð. Með samfélagi Maria Nila tókst að safna 50.000 € fyrir Care for Wild Sanctuary, sem veitir munaðarlausum nashyrningum umönnun og endurhæfingu.

careforwild.co.za

2021 | BELUGA WHALES

Á heimsvísu eru yfir 300 mjöldrum haldið föngum í grunum, litlum laugum í svokölluðum sædýrasöfnum og fá aldrei tækifæri til að þrífast í sínu náttúrulegu umhverfi. Fyrir Friendly Year of 2021 ákvað Maria Nila að styðja við The Beluga Whale Sanctury, fyrir griðarsvæði á opnu hafi fyrir mjaldra og fyrstu tvo hvalina sem þau hafa bjargað, þeir Little Gray og Little White.

belugasanctuary.sealifetrust.org

2022 | SLOTS

Þann 1.nóvember á þessu ári erum við stolt að kynna til sögunnar The Friendly Year fyrir letidýr. Sem hægustu dýrin á plánetunni mæta letidýrin ýmsum hindrunum og við mannfólkið völdum sífellt meiri truflunum og inngripi í vistkerfi dýranna, þannig að hæglátur lífsstíll þeirra verður enn örðugri. Eyðing skóglendis og raflost frá óvörðum rafmagnsstrengjum eru tvær helstu ógnirnar af mannavöldum sem letidýr hafa að mæta. Til að hjálpa letidýrum hefur Maria Nila ákveðið að tileinka Friendly Year of 2022 Sloth Instistute og verkefni þeirra við að bjarga, endurhæfa og vernda leitdýr í Kosta Ríka.

Plan Vivo

240.000 m²
AF LANDSVÆÐI Í EINDURRÆKT

-Á stærð við 34 fótboltavelli!

Frá 2017 hefur okkur tekist að gróðursetja yfir 240.000 m² af skóglendi í Níkaragva sem hluta af loftlagsáætlun okkar í samstarfi við Plan Vivo. Þetta er á stærð við 34 fótboltavelli! Þetta væri ekki hægt án þess að hafa ómetanlegs stuðnings frá viðskiptavinum okkar um allan heim. Saman getum við valið vinalegri leiðir þegar kemur að því að velja snyrtivörur – og í hvert skipti sem þú kaupir vörur frá Maria Nila fjárfestir þú í að planta nýjum trjám í þessum heimi.

Við erum mjög stolt og ánægð með að halda áfram starfi okkar með Plan Vivo og bændum í Níkaragva.

maria nila Fæst á öllum Maria Nila stofum um land allt