Björgum nashyrningum saman

Sænska hárvörufyrirtækið Maria Nila vinnur af fagmennsku og meðvitund um dýra- og umhverfisvernd.
Nafnið er sótt til Mariu Nila, langömmu stofnendanna, sem var sænskur frumbyggi af Samaætt
sem bjó í fjöllum Norður-Svíþjóðar í nánu samneyti við náttúruna.

 

Maria Nila bar mikla virðingu fyrir náttúrunni og nýtti afurðir hennar á ýmsan hátt eins og að búa til sínar eigin snyrtivörur og sápur. Þaðan er arfurinn og áhuginn fyrir dýra- og umhverfisvernd sprottinn.

The Perfect World Foundation eru sænsk, sjálfstæð góðgerðarsamtök rekin í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar og styðja verndun umhverfisins og dýrastofna. Maria Nila hefur skuldbundið sig til að styðja samtökin og verkefni þeirra. Fyrirtækið hefur ánafnað fé til að forða fílum frá útrýmingu, til að vernda villt dýr í Afríku og að ráðast gegn plastmengun. Í ár tekur fyrirtækið þátt í því að að bjarga nashyrningum sem eru í útrýmingarhættu. Maria Nila er meðvitað um hættuna á því að nashyrningar deyi út en til þess að forða þeim frá því þarft samfellt og markvisst átak. Frá því í árdaga hafa nashyrningar gengið villtir í Afríku og Asíu en vegna veiðiþjófnaðar og þess að náttúrulegt umhverfi þeirra hefur verið skemmt eða eyðilagt er nú svo komið að fáir þeirra lifa utan þjóðgarða og dýragarða og hefur sumum tegundum alveg verið útrýmt. Árangur hefur þó náðst víða eins og björgun einhyrndra nashyrninga sem voru um tíma í mikilli hættu. Það ber árangur að leggja sitt afl á vogarskálarnar. Með sérhönnuðum keyptum pappapoka með Maria Nila hárvörum renna 13 krónur í góðgerðarverkefnið. Maria Nila vill þakka öllum sínum viðskiptavinum stuðninginn í þessu góðgerðarverkefni.

Markmið sænska hárvörufyrirtækisins Maria Nila er að vinna af fagmennsku og meðvitund um dýra-og umhverfisvernd. Í ár tekur Maria Nila þátt í því að að bjarga nashyrningum sem eru í útrýmingarhættu.

Umhverfisstaðlar og vegan vottun

„Maria Nila eru 100% vegan hárvörur sem framleiddar eru af frændum okkar Svíum. Maria Nila er með yfir 40 ára reynslu í hárfaginu og fyrirtækið er einstaklega stolt af verksmiðju þess sem staðsett er í Helsinborg í Svíþjóð. Þar er öll lína Maria Nila varanna framleidd. „Slagorð þeirra er: Veldu með hjartanu, veldu 100% vegan. Þeim er mjög annt um umhverfið, dýrin og að innihald varanna sé úr bestu gæðum sem hægt er að finna,“ segir Fríða Rut Heimisdóttir, eigandi Regalo, sem er umboðsaðili Maria Nila á Íslandi.

 

Fríða segir að allar Maria Nila vörurnar séu 100% vottaðar sem vegan og framleiddar án grimmdar. „Á hverri flösku má sjá þrjú ólík vottunarmerki, frá Leaping Bunny, Peta og The Vegan Society. Vörur sem merktar eru með yfirlýsingum svo sem „vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum“ eða „við styðjum ekki dýraprufur“ eru ekki trygging fyrir því að varan sé framleidd án misnotkunar dýra og þess vegna er mikilvægt að horfa eftir þessum merkjum þegar velja á merki sem eru vegan eða laus við grimmd,“ segir Fríða enn fremur.

Allar Maria Nila hárgreiðslustofur má finna inná regalo.is og á samskiptamiðlunum undir: regalofagmenn.

Frétt frá Fréttablaðinu 1.nóvember 2019

Fríða Rut Heimisdóttir er eigandi Regalo sem er umboðsaðili Maria Nila á Íslandi.