FALLEGT GJAFASETT

Falleg snyrtitaska sem inniheldur:
Sjampó og næringu í fullri stærð 250 ml
og mini vara fylgir frítt með

COLOR COMPLETE SET

Viðhaltu líflegum hárlit með Beauty in Bloom COLOR COMPLETE settinu. Þessi þriggja vara samsetning kemur í takmörkuðu upplagi og inniheldur Color Continue sjampó og hárnæringu sem auka gæði hársins svo liturinn helst betur. Hún inniheldur einnig ferðastærð af Protect & Prevent Spreyi, hárnæringu sem skilin er eftir í hárinu og verndar litinn frá því að fölna og upplitast. Kemur í eigulegri snyrtitösku.

VOLUME SET

Veittu fíngerðu hári meiri lyftingu með Beauty in Bloom VOLUME settinu. Þessi þriggja vara samsetning kemur í takmörkuðu upplagi og inniheldur hið sívinsæla Extra Volume sjampó og hárnæringu sem veita hárinu næringu án þess að þyngja það. Einnig inniheldur hún ferðastærð af Moroccanoil Treatment Light, sem er sérstaklega gerð fyrir þarfir fíngerðs eða ljóslitaðs hárs. Kemur í eigulegri snyrtitösku.

REPAIR SET

Bættu útlit og tilfinninguna sem skemmt hár færir þér með Beauty in Bloom REPAIR settinu. Þessi þriggja vara samsetning kemur í takörkuðu upplagi og nniheldur hið sívinsæla Moisture Repair sjampó og næringu sem veita hárinu aftur teygjanleika og raka og auk þess ferðastærð af Moroccanoil Treatment sem eykur heilbrigði hársins svo það verður silkimjúkt og fullt af lífi.

HYDRATION SET

Svalaðu þorsta þurrs hárs með Beauty in Bloom HYDRATION settinu. Þessi þriggja vara samsetning kemur í takmörkuðu upplagi og inniheldur Hydrating sjampó og hárnæringu sem hreinsa hárið á mildan hátt og veita þurru hári raka auk Hydrating Styling Cream í ferðastærð sem veitir mýkt, slétt yfirbragð og létt hald. Kemur í snyrtipoka.