- REGALO FAGMENN
- April 1, 2019
- 9:59 am
HVAÐA MEÐFERÐ HENTAR ÞÉR?
ÞURR HÁRSVÖRÐUR: Erting, hreistruð húð, þurrar flögur (sem ekki má rugla við flösu)
LAUSN: Moroccanoil Dry Scalp Treatment
FITUGUR HÁRSVÖRÐUR: Glansandi hársvörður, hárið stundum í klesstum lokkum, oft með flösu (flögur draga í sig húðfitu og safnast í kekki í kringum hárlegginn)
LAUSN: Moroccanoil Oily Scalp Treatment
DRY SCALP TREATMENT
Moroccanoil Dry Scalp Treatment minnkar þurrk og kláða með því að koma jafnvægi á hársvörðinn. Meðferðin inniheldur náttúruelg efni á borð við lofnarblómaolíu sem róar hársvörðinn, blágresisolíu sem kemur jafnvægi á húðfituframleiðslu og arganolíu sem styrkir og verndar bæði hár og hársvörð. Auk þess lífgar hún upp á hárið og veitir því skínandi gljáa.
LEIÐBEININGAR
Bestur árangur næst með því að skipta hárinu í fjóra jafna hluta og setja 3-6 dropa beint á hársvörðinn í hverjum þeirra. Nuddið í hársvörðinn og látið virka í 5-10 mínútur. Burstið eða greiðið vel. Skolið og þvoið hárið með Moroccanoil sjampói og hárnæringu.
ÁBENDING
Dry Scalp Treatment hentar sérstaklega vel fyrir hársvörð sem er viðkvæmur fyrir hárlitun. Ráðlegt er að nota þessa vöru á undan hárlitun til að vernda hársvörðinn og koma í veg fyrir kláða. Meðferðin hefur ekki áhrif á árangur litunarinnar eða hvernig hún fer fram. Nuddið dropunum mjúklega í hársvörðinn með fingurgómunum. Látið virka í 5-10 mínútur og setjið litinn í.
OIL SCALP TREATMENT
Moroccanoil Oily Scalp er meðferð fyrir fitugan hársvörð. Einstök lífræn engiferolíuformúlan kemur jafnvægi á hársvörðinn og sefar bólgur í hársekknum. Eftir meðferðina verður hársvörðurinn ekki aðeins fituminni heldur verður hárið frískara.
LEIÐBEININGAR
Hristist vel fyrir notkun. Bestur árangur næst með því að skipta hárinu í fjóra jafna hluta og setja 3-6 dropa beint á hársvörðinn í hverjum þeirra. Nuddið dropunum mjúklega í hársvörðinn með fingurgómunum. Látið virka í 5-10 mínútur. Burstið eða greiðið vel. Skolið og þvoið hárið með Moroccanoil sjampói og hárnæringu.
ÁBENDING
Fitukirtlar í fitugum hársverði eru viðkvæmir. Gætið þess að nudda hársvörðinn varlega og forðast að nudda of mikið þegar Moroccanoil Scalp Treatment er notað.