LYCON WAXES

Fyrir andlit, háls, hné, handleggi og viðkvæm svæði. Fullkomið fyrir stutt, erfið hár eða hvaða svæði sem er á andliti eða líkama.
Heita LYCON vaxið inniheldur blöndu af úrvals efnum, náttúrulegum og róandi, sem næra húðina svo hún verður mjúk og algjörlega hárlaus.
Heita Lycon vaxið er notað við lágan hita og er hægt að bera á í 5-6 skipti á húð sem hefur þegar verið vaxborin, án óþæginda eða ertingar.
Heita LYCON vaxið er hægt að endurhita margsinnis, án þess að það hafi áhrif á gripið, áferðina þegar það er borið á eða þægindi viðskiptavinarins.
Heita LYCON vaxið er besti félagi fagmannsins þegar veitt er brasilísk vaxmeðferð.

Traditional Hot Waxes

Heita vaxið frá Lycon hefur lágt bræðslumark og þéttir sig vel utan um hárin þegar það kólnar. Það fjarlægir hár allt niður að 1 mm. Tilvalið fyrir stutt og erfið hár. Allar tengundirnar hafa sömu innihaldsefnin í grunninn: býflugnavax, resin unnið úr furutrjám og paraffín. Vaxið inniheldur aðeins náttúruleg efni, engin plast- eða teygjuefni.

Allt að 6 meðferðir í einum álbakka.

LYCOJET HOT WAXES

Fyrir stutt og erfið hár sem vaxstrimlar get misst af.  Hið tæknilega einstaka LYCUJET heitvax án strimla er notað þynnra en heðfbundið vax og er nauðsynlegt á hverri stofu. Þetta lághitavax fyrir andlit og líkama er auðvelt að bera á, er mjög sterkt og nánast sársaukalaust í notkun! LYCOJET er notað með shrink wrap aðferðinni og fjarlægir hár niður í 1mm. Þetta sérlega milda vax má bera á 5-6 sinnum á húð sem hefur verið vaxborin án ertingar eða óþæginda. LYCOJET minnkar þörf á að plokka og er tilvalið fyrir viðkvæm svæði eins og brasilískt vax!

LYCOtec Film Hot Waxes

Fyrir andlit, háls, hné, handleggir og viðkvæm svæði. Ný kynslóð af hátækni, sérlega meðfærilegu og sterku hvítu vaxi. Það inniheldur kókosolíu og hina einstöku Titanium Dioxide tækni, svo útkoman verður einstaklega mjúkt, milt vax sem bráðnar við lágan hita. Fullkomið til að hámarka fagmennskuna því meðferðin er nánast sársaukalaus. Það fjarlægir hár allt niður í 1mm og er tilvalið fyrir brasilískt vax.

STRIMLAVAX

Lyco strimlavax fjarlægir vel stutt hár og er frábær á handleggi og fætur. Það skilur ekki eftir sig klístraða áferð.
Allar tengundir hafa sömu innihaldsefni en breytilegan lit og ilm.
Allt strimlavaxið er best að nota með Lycon álspaðanum fyrir fljótlegri og hagkvæmari meðferðirð.

Dósirnar innihalda allt að 38 vaxmeðferðir að hné.

Wax Cartridges - Rúlluvax

Fyrir fætur, handleggi, bringu og bak. Lycon rúlluvaxið fjarlægir hár alveg niður að 2 mm.
Hylkin leka ekkert og er mjög auðvelt að renna þeim eftir húðinni. Húðin verður ekki klístruð eftir notkun.

Hylkin eru einstaklega notadrjúg og inniheldur eitt hylki allt að 6 meðferðir.

Pre Post Waxing

Lycon sameinar vísindi og náttúru í vaxmeðferðum á heimsmælikvarða með LYCON Pre and Post waxing lotions sem eru aðveld í notkun.
Nauðsynlegt og mikilvægt við allar vaxmeðferðir, til að hreinsa, verja, róa og næra húðina um leið og hún er vaxborin.