MARIA NILA VINNUR MEÐ GÓÐGERÐASAMTÖKUM

ALLAR VÖRUR KOLEFNISJAFNAÐAR
100 % VEGAN AND ANILMAL FRIENDLY

Plan Vivo

MARIA NILA vinnur með Plan Vivo við að tryggja að allar vörurnar séu kolefnisjafnaðar. Samtökin reka umhverfis- og sjálfbærniverkefni um allan heim. Þetta samstarf með Plan Vivo tryggir að bændur í Nicaragua fá fjárhagslegan stuðning til að endurrækta skóga á jörðum sínum; svo og einstaklingar, sömuleiðis bændur á heimasvæðinu, og náttúruna og umhverfið fá tækifæri til að jafna sig.

Plan Vivo
Plan Vivo
Frá 2017 hefur okkur tekist að gróðursetja yfir 240,000 m2 (24 hektara) af skóglendi í Níkaragva sem hluta af loftslagsáætlun okkar í samstarfi við Plan Vivo. Á stærð við 34 fótboltavelli! Þetta væri ekki hægt án þess að hafa notið þess frábæra stuðnings sem við höfum fengið frá viðskiptavinum okkar um allan heim. Saman getum við gert vinalegra val þegar kemur að því að velja snyrtivörur – og í hvert skipti sem þú kaupir Maria Nila vöru ert þú að fjármagna trjárækt í heiminum. Við erum mjög stolt og ánægð með að halda áfram starfi okkar með Plan Vivo og bændum í Níkaragva

Maria Nila trúir því sterklega að dýrum eigi að vera haldið aðskilið frá hégóma manna. Þess vegna framleiðum við aðeins vegan vörur þar sem ill meðferð á dýrum fer ekki fram og vegið er upp á móti loftslagsbreytingum.
Hugmyndafræðin um að velja vinalegt stoppar ekki við vörurnar. Með góðgerðarstarfsemi sem grunnstoðir okkar, vinnur Maria Nila með traustum samtökum dýralífsins The Perfect World Foundation til að vernda og veita aðstoð í baráttunni gegn alheims vistkerfinu sem styður dýr í útrýmingarhættu.

The Perfect World Foundation
The Perfect World Foundation

2016 | #ichoosefriendly
Árið 2016 hófum við herferð sem kallaðist #ichoosefriendly.
Það sem átti upphaflega að vera hvatning fyrir fólk að taka jákvæðari ákvarðanir við val á snyrtivörum leiddi fljótt af sér fleiri herferðir. Árlega á alþjóðlegum degi grænkera þann 1. nóvember hefjum við góðgerðaár Maria Nila sem kallast vina ár. Þetta þýðir að við veljum ákveðinn málstað sem mun móta góðgerðastarf okkar og jákvæðu framtaksverkefnin næstu 365 daga. Í gegnum árin höfum við getað ljáð stuðning okkar og stuðlað að breytingum fyrir málstaði eins og:

2017 | THE FRIENDLY YEAR FOR ELEPHANTS
Við söfnuðum, ásamt hárgreiðslustofum og áhrifavöldum á Norðurlöndum 10,000 evrur fyrir Elephants Alive til að hjálpa þeim að endurheimta einn mikilvægasta fílastofn Suður-Afríku. (elephantsalive.org) 2018 | THE FRIENDLY YEAR FOR MANTA RAYS Þökk sé The Perfect World Foundation höfum við byrjað samstarf við Manta Trust sem vinnur að því að verja djöflaskötur og aðrar sjávarlífverur í Indónesíu. Á árinu tókst okkur að ljá samtökunum og þeirra mikilvæga starfi stuðning sem hljóðaði upp á 10,000 evrur. (mantatrust.org)

2019 | THE FRIENDLY YEAR FOR ANTI-POACHING Okkur tókst að safna yfir 20,000 evrum til að styðja við samtök sem berjast gegn veiðiþjófnaði, en samtökin eru The Black Mambas og The Bush Babies í Suður-Afríku. Verkið er knúið áfram af konum sem vernda tegundir í útrýmingarhættu á gresjunum og upplýsa komandi kynslóðir um mikilvægi þess að standa vörð um dýralífið á svæðinu. (blackmambas.org)

2020 | THE FRIENDLY YEAR FOR RHINOS
Nashyrningar eru eftirsótt verslunarvara á svarta markaðnum og eru holdgervingar tegunda í útrýmingarhættu og tegundin er í mikilli neyð. Með samfélagi okkar tókst að safna 50,000 evrum fyrir Care for Wild Sanctuary, sem veitir munaðarlausum nashyrningum umönnun og endurhæfingu. (careforwild.co.za)

2021 | THE FRIENDLY YEAR FOR BELUGA WHALES
Á heimsvísu eru yfir 300 mjöldrum haldið föngum í grunnum, litlum laugum í svokölluðum „sædýrasöfnum“ og fá aldrei tækifæri til að þrífast í sínu náttúrulega umhverfi. Fyrir vina ár 2021 ákváðum við að styðja The Beluga Whale Sanctuary, fyrsta griðarsvæðið á opnu hafi fyrir mjaldra og fyrstu tvo hvalina sem þau hafa bjargað, þeim Litlu Grá og Litlu Hvít.

VIÐ HJÁ MARIA NILA TRÚUM ÞVÍ EINDREGIÐ AÐ FEGURÐ EIGI AÐ VERA SKEMMTILEG, VINALEG OG SJÁLFBÆR.
ÞESSI GILDI ER AÐ FINNA Í KJARNA OKKAR OG SKILGREINA ALLT SEM VIÐ GERUM.

ed9a266f-03b7-4187-8ea7-bf78229ef076