BALAYAGE BLEACH
Aflitunarefni með náttúrulegu innihaldsefnunum Xanthan Gum og Guar Gum sem þykkja blönduna svo auðvelt er að nota hana við handfrjálsa tækni. Balayage aflitunarefnið er einfalt í notkun og klístrast ekkert ásamt því sem það getur lýst upp að sex skrefum. Hægt er að fá áfyllingu á dunkinn til að draga úr plastnotkun og úrgangi.
Festirinn okkar kemur í fimm ólíkum styrkleikastigum til að tryggja að þú fáir bestu mögulegu útkomuna í hvert eitt sinn. Festirinn blandast á mjúkan átt með aflitunarduftinu og myndar þannig blöndu sem auðvelt er að bera í hárið, hvort sem heillitun er valin eða ákveðin svæði.
Þegar velja skal festi er mikilvægt að hafa áferð og styrkleika hársins í huga. Við mælum með því að nota 1 hluta af aflitunarefni á móti 2 hlutum af festi þar sem aukin notkun efnisins mun er ónauðsynleg fyrir hárið og gerir það harðara. Á móti kemur að meiri notkun festis gerir blönduna ekki nógu öfluga til að lyfta eins og áætlað var.
Við mælum ekki með 9% eða 12% festi beint í hársvörð.