mn-marianilastockholm_black

Við kynnum frábær aflitunarefni og festa frá Maria Nila

100% Vegan & Cruelty free

with Climate Compensated Packaging

plan-vivo-tag

SKREF N°1

In Salon Treatment

SILVER BLEACH

Strípuefni/aflitunarefni fyrir fagmanninn, með fjólubláum litaögnum sem eyða gylltum og gulum undirtónum. Náttúrulega efnið Kaolin styrkir hárið og og kemur í veg fyrir öldrun þess. Þökk sé léttri formúlu okkar er silfur efnið kremblanda sem einfalt og þægilegt er að blanda og nota má beint í hársvörð án þess að hann bólgni og blæði, eða með því að nota pappír eða álpappír. Hægt er að fá áfyllingu á dunkinn til að draga úr plastnotkun og úrgangi. Hlúm að velferð hársins og umhverfisins með því að velja 100% vegan og hágæða vöru frá Maria Nila.

 

BALAYAGE BLEACH

Aflitunarefni með náttúrulegu innihaldsefnunum Xanthan Gum og Guar Gum sem þykkja blönduna svo auðvelt er að nota hana við handfrjálsa tækni. Balayage aflitunarefnið er einfalt í notkun og klístrast ekkert ásamt því sem það getur lýst upp að sex skrefum. Hægt er að fá áfyllingu á dunkinn til að draga úr plastnotkun og úrgangi.
 
Festirinn okkar kemur í fimm ólíkum styrkleikastigum til að tryggja að þú fáir bestu mögulegu útkomuna í hvert eitt sinn. Festirinn blandast á mjúkan átt með aflitunarduftinu og myndar þannig blöndu sem auðvelt er að bera í hárið, hvort sem heillitun er valin eða ákveðin svæði.
 
Þegar velja skal festi er mikilvægt að hafa áferð og styrkleika hársins í huga. Við mælum með því að nota 1 hluta af aflitunarefni á móti 2 hlutum af festi þar sem aukin notkun efnisins mun er ónauðsynleg fyrir hárið og gerir það harðara. Á móti kemur að meiri notkun festis gerir blönduna ekki nógu öfluga til að lyfta eins og áætlað var.
Við mælum ekki með 9% eða 12% festi beint í hársvörð.

SKREF N°2

Home Treatment

SILVER SHOT

MARIA NILA SILVER SHOT sem viðskiptavinur ykkar fær frítt heimferðis með meðferð frá Maria Nila.
Silfur skotin okkar eru lokameðferð sem innheldur fjólubláar litaagnir sem eyða óæskilegum litatónum eins og gulum. Það tryggir að hársverðinum sé rétt lokað eftir efnameðhöndlun og hjálpar við að endurheimta rétt ph gildi hársins. Meðferðina á að nota beint á stofu eftir strípuefnameðferð/aflitunarmeðferð. Eins mun viðskiptavinur fá skot með sér heim til að viðhalda réttu ph gildi, lokun hársvarðarins og mýkt hársins.
Berið í nýþvegið, handklæðablautt hárið og leyfið að bíða í 3-10 mín. Ef þið viljið hlýja útkomu berið silver skot í og látið bíða í 3 mínútur til að loka hárinu en án þess að fjólubláu litaagnirnar hafi áhrif.
×
×

Cart