You are currently viewing MOROCCANOIL COLOR COMPLETE LÍNAN

MOROCCANOIL COLOR COMPLETE LÍNAN

Moroccanoil sem hefur verið leiðandi merki í háriðnaðinum um árabil kynnir nú glænyja línu Moroccanoil Color Complete Collection sem ætlað er að mæta daglegum þörfum litaðs hárs og sporna gegn því að liturinn dofni eða breytist. Línan er bæði ætluð til notkunar af fagmönnum og heima fyrir.

Sem heildarlausn gegn litatapi vinnur þessi tímamótalausn á móti öllum hinum daglegu ógnum sem steðja að hárlitnum hárskemmdir af völdum efna, tækja, upplitun eða hitaskemmdir en allt hefur þetta slæm áhrif á litað hár og gerir það flatt og litinn daufan.

Moroccanoil er leiðandi þegar kemur að notkun arganolíunnar í hárvörum en kynnir nú í fyrsta sinn hina einstöku  ArganID™ tækni, sem finna má í allri vörulínunni. Þessi háþróaða tækni sér til þess að olian nær djúpt í hársekkinn og hjálpar þannig við lagfæringu hársins svo liturinn haldist óaðfinnanlegur.

HEIMAMEÐFERÐIN

Einföld heimameðferðin gerir það að leik einum að viðhalda litnum sem náðst hefur á stofu.

MOROCCANOIL COLOR CONTINUE SHAMPOO & CONDITIONER
Inniheldur hina einstöku COLORLINK tækni sem sér til þess að hárið jafni sig vel eftir litameðferðina. Þessi öfluga tvenna hefur þau samlegðaráhrif að hárið fær öfluga næringu auk þess sem ástand hársins batnar og hárliturinn
endist enn betur.

MOROCCANOIL PROTECT & PREVENT SPRAY
Loksins, mesta mögulega vörn gegn mislitu og litdaufu hári. Moroccanoil Protect & Prevent Spray þjónar sem næring sem skilin er eftir í hárinu og vörn gegn sindurefnum sem myndast vegna mengunar frá umhverfinu og UV geislum. Gljái hársins eykst við hverja notkun og það helst bjart og fagurt.

EINSTÖK TÆKNIN

Með því að innleiða tvenns konar byltingarkennda tækni; ArganID™ og COLORLINK™, nær Moroccanoil Color Complete meðferðin alla leið frá hárgreiðslustofunni og heim í stofu þar sem lagfæringin og vörnin heldur áfram til þess að hárliturinn haldist sem hreinastur og fallegastur

11mars19b

ARGANID™
Fyrirfinnst í öllum fimm vörum línunnar, en þessi einstaka
tækni er sérhönnuð til að lagfæra skemmt, litað hár.

Jákvætt hlaðnar öragnir laðast að neikvætt hlöðnum hártrefjum og leiða 99.6% argan olíunnar djúpt ofan í hársekkinn.

Þetta gerir það að verkum að skemmdar hártrefjar eru lagfærðar utan frá og inn á við sem verður svo til þess að liturinn dreifist enn betur og liturinn viðhelst bjartur og dofnar síður.

COLORLINK™
Þessi öfluga tækni fyrirfinnst í meðferðinni sem notuð er
á stofu og Moroccanoil Color Continue Shampoo & Conditioner,
og inniheldur þrjú virk efni sem styrkja og lagfæra
hártrefjar svo liturinn viðhaldist.

Hér má sjá ÚTSÖLUSTAÐI okkar.