UM REGALO

Regalo ehf var stofnað árið 2003 af hjónunum Vilhjálmi Hreinssyni og hárgreiðslumeistaranum Fríðu Rut Heimisdóttur.

Árið 2005 tóku þau við fyrsta  hárvörumerkinu TIGI af fyrri eigendum Toni and Guy. Þessum tveimur keðjum hefur verið mikið ruglað saman þar sem TIGI / Toni & Guy hafa verið undir sama hatti í mörg ár og merking T og G í  TIGI merkir Toni&Guy. 

Árið 2012 bættist í hópinn hið dásamlega Miðjarðarhafs merki Moroccanoil. Moroccanoil er frumkvöðull í hárvörum með argan olíu. Upphafið var einfalt.
Úr einu fræi varð bylting sem enn sér ekki fyrir endann á. Innblásin af ferskum vindum, bláma sjávarins og landslagi umhverfis Miðjarðarhafsins. Moroccanoil hefur sterka fagdeild sem tekur þátt í að mennta hárfagfólk ásamt því að vinna baksviðs á tískusýningum ” Fashion Week og EUROVISION.
Stofnandinn er hin kanadíska Carmen Tal sem leiðir og stjórnar fyrirtækinu í dag úr höfuðstöðvum New York.

Veldu með hjartanu – 100% vegan vörur frá hárvörumerkinu Maria Nila sem bættist í hópinn 2016. Sænskt fjölskyldufyrirtæki með yfir fjörutíu ára farsæla sögu. Upphafið og nafn fyrirtækisins má rekja til ömmunnar Mariu Nilu sem bjó í norðurhluta Svíþjóðar og bjó til sínar eigin náttúrulegar sápur. Barnabörnum hennar fannst tilvalið að nýta sýn hennar og kraft og nefndu fyrirtækið eftir nafni hennar sem á vel við. Markmið fyrirtækisins er að vinna ávallt í átt að enn umhverfisvænni vörum en Maria Nila hefur meðal annars fengið viðurkenningu frá Leaping Bunny, PETA og The Vegan Society.

2017 bættist við hárvítamínið vinsæla Sugarbear Hair. Við leggjum okkur fram um að öryggið sé ávallt í fyrirrúmi og að  árangurinn verði eins mikill og hægt er. Vörurnar okkar eru framleiddar í Bandaríkjunum, í verksmiðjum sem vinna eftir stöðlum lyfja- og matvælaeftirlitsins og tryggja þannig gæði og öryggi vörunnar svo þú getir notið hennar, áhyggjulaus. Við notum aðeins bestu innihaldsefni sem völ er á til að tryggja að varan skili árangri, líti vel út og bragðist bæði og lykti vel. Mest um vert er þó að allir segja: ,,Þetta virkar!”

Árið 2019 bættust við nokkur fagleg merki.
Úr húsi L´Oréal Group
Kérastase þar sem fagmennska, gæði og lúxus koma saman hefur merkið í yfir 55 ára byggt orðspor sitt á því að vera með framúrskarandi hárvörur fyrir hár & hársvörð með sérsniðnum stofu meðferðum.
L´Oréal Professionnel
Eugène Schueller, sannur frumkvöðull á sviði rannsókna, notaði snilld sína til að veita áreiðanlegar lausnir fyrir þarfir hárgreiðslufólks. Hann bjó til fyrsta örugga hárlitunarefnið, sem kallast Oréal. Síðan 1909 hefur L’Oréal Professionnel verið leiðandi og skapandi og eitt þekktasta hárvörumerki um heim allan.
MATRIX, leiðandi fagfyrirtæki fyrir hár- og hárlitun í USA, er hluti af fagvörudeild L’Oreal USA. Matrix var stofnað árið 1980 af bandarísku hjónunum Arnie og Sydell Miller. Áður en hann stofnaði Matrix hafði Miller verið hárfagmaður í yfir 20 ár. MATRIX er sterkt hárlitunarfyrirtæki fyrir fagfólk ásamt að bjóða uppá litríka og skemmtilegar hárvörur. Árið 1990 fæddist Biolage úr huga hárfagmannsins og athafnamannsins Arnie Miller. Frá upphafi hefur vörumerkið verið innblásið af náttúrulegum innihaldsefnum.

Það er ekkert í heiminum eins og fegurð heilbrigt hárs. Lífleiki þess, litur og glans lýsa upp herbergi og lyfta andanum. JOICO hefur nafn á þessari merkilegu orku. Við köllum það „Joi“. Joi er kjarninn í öllu sem við gerum. Síðan 1975 er Joico brautryðjandi í notkun keratínpróteina sem byggja upp hárið. Fallegt merki í hárvörum menntun og framleiðslu háralita.

LYCON merkið var sett á fót í Ástralíu árið 1978 af Lydiu Jordane, sem er heimsþekkt fyrir snyrtimeðferðir sínar. Snyrtivöruframleiðsla hefur verið viðfangsefni fjölskyldu hennar frá árinu 1935 og það hafði áhrif á áhuga Lydiu því hún ólst upp við fætur föður síns á rannsóknastofunni hans. Lydia rannsakaði hluti í þaula og pantaði svo efni í skjóli snyrtivörumerkis föður hennar og að lokum varð fyrsta vaxið hennar til á laun á eldavélinni á heimilinu hennar þegar hún var aðeins unglingur!

Það leið ekki á löngu þar til LYCON varð vel þekkt og eftirsótt merki í Ástralíu og seinna barst orðspor þess sem hágæða háreyðingarvax um heiminn. LYCON er það vax sem snyrtistofur í yfir 70 löndum kjósa að treysta fyrir viðskiptavinum sínum.

Regalofagmenn eru einnig umboðsaðilar fyrir raftækin DIVA PRO, PARLUX Professional Hair Dryers ásamt Gamma Professionals

Endilega fylgdu okkur á Instagram, Facebook og Snapchat undir: Regalofagmenn

Njótið síðunnar 
Fríða& Villi

STARFSMENN REGALO

villi_web

Vilhjálmur Hreinsson

Eigandi og framkvæmdastjóri

villi@regalo.is

frida_web

Fríða Rut Heimisdóttir

Eigandi / sölu – og markaðsmál
Hárgreiðlsumeistari

frida@regalo.is

hildur_web

Hildur Valsdóttir​

Sala og bókhald

hildur@regalo.is

una_web

Þórey Una Þorsteinsdóttir​

Sala og menntun
Hárgreiðslusveinn

una@regalo.is

soley_web

Sóley Sigurbjörnsdóttir

Sala og menntun
Hárgreiðslusveinn

soley@regalo.is

 

Sveinlaug Friðriksdóttir

Sala og menntun

sveinlaug@regalo.is

rakel_web

Rakel G. Magnúsdóttir​

 Heimasíða og grafísk hönnun

rakel@regalo.is

Berglind Vala Halldórsdóttir

Lagerstjóri

berglind@regalo.is

Við erum