Copper Color Depositing Mask

Prófaðu tímabundinn lit með öllu því besta sem djúpnæringarmaski getur veitt þér.
Maskinn, sem er fáanlegur í fjölda lita, er auðveldur í notkun og færir þér kjörið tækifæri til að prófa þig áfram með tískuliti, færa hárinu aukna dýpt eða lengja tímann á milli heimsókna til fagmannsins. Hann inniheldur einnig nærandi efni svo sem blöndu af amínósýrum, apríkósukjarnaolíu og endurbyggjandi ArganID™ tækni sem færir þér heilbrigðara hár. Color Depositing Mask er pakkað í umbúðir sem eru 50% úr endurunnu efni og það stuðlar að minna kolefnisspori þar sem framleiðslan er orkuminni.

Copper er djúpur kopartónn til notkunar í skollituðu og ljósbrúnu hári.
Útkoman er einstaklingsbundin og fer eftir ástandi hársins og litablæ þess.
Athugið að þessi vara er ekki gerð til að lita grá hár.

Áður en allt hárið er litað mælum við með því að lita einungis einn lokk til að finna réttu litablönduna.
Byrjið á að velja þunnan lokk til að prófa litinn á, helst lokk sem er hvað best falinn út frá þinni venjulegu hárgreiðslu.
Afmarkið lokkinn og klemmdu afganginn af hárinu vel frá.
Berið Color Depositing Mask í lokkinn og látið liggja í 2-3 mínútur. Hreinsið.
Ef liturinn er ekki nógu skýr, prófið þá að bera maskann í annan lokk og láta liggja í hárinu lengur.

Notkun:
1. Þvoið hárið og þurrkið með handklæði.
2. Skiptið hárinu upp og berið efnið ríkulega í hárið. Dreifið vel með því að nota grófa greiðu.
3. Látið liggja í hárinu í 5-7 mínútur, allt eftir því hversu sterkur liturinn á að vera. Athugið að hægt er að milda tóninn með því að blanda saman við Weightless Maskþ
4. Hreinsið vel. Mótið eins og venjulega.

Athugið: Color Depositing Masks veitir hárinu tímabundinn lit sem er hannaður til að fölna smátt og smátt með tímanum.
Liturinn verður dýpri og endingarmeiri eftir þvi sem hárið er ljósar.
Liturinn og ending hans fer einnig eftir gljúpleika hársins.

LYKILINNIHALDSEFNI

• ArganID™: jákvætt hlaðnar öreindir laðast að neikvætt hlöðnum hártrefjum og koma arganolíu inn í kjarna hársins um leið og yfirborð hársins endurnýjast og er innsiglað.
• Amínósýrublanda: veitir lituðu hári vernd og næringu svo bygging hvers hárs styrkist, liturinn og gljáinn varðveitast lengur um leið og hárið verður minna flókið.
• Apríkósukjarnaolía: vönduð blanda olíusýru, hörsýru og E-vítamíni sem mýkir og bætir raka hársins og hársvarðarins.

FOR MEDIUM BLONDE TO MEDIUM BROWN HAIR ONLY
Flokkur: